Tón­listar­konan Taylor Swift er vægast sagt ó­sátt og sakar um­boðs­manninn Scoot­er Braun, sem er meðal annars um­boðs­maður Justin Bieber og Kanye West, um að vera ein­eltis­segg eftir að hinn síðar­nefndi eignaðist á dögunum út­gáfu­fyrir­tækið Big Machine en það þýðir að hann á réttinn að plötum hennar sex, að því er fram kemur á vef BBC.

Þýðir það að hann fær til sín stóran hluta af þeim tekjum sem hún græðir af öllum lögum sem hún bjó til fyrir lagið Me! sem hún gaf út fyrr á þessu ári. Í færslu á Tumblr fer Swift hörðum orðum um Braun og segir að hann hafi hrein­lega reynt að eyði­leggja arf­leifð sína.

„Í ára­raðir hef ég sár­beðið um tæki­færið til að eignast mína eigin vinnu,“ segir söng­konan í færslunni. Hún segir að sér hafi verið boðið samningur upp­runa­lega við Big Machine sem hafi gengið út á það boð að hún gæti eignast plöturnar sínar aftur eftir að samningur hennra við fyrir­tækið rynni út. Hún er nú á mála hjá Uni­ver­sal.

„Ég varð að taka þá erfiðu á­kvörðun að skilja for­tíðina mína eftir. Tón­list sem ég skrifaði á gólfinu á svefn­her­berginu mínu og ég borgaði fyrir með peningnum sem ég vann mér inn með því að spila á börum, klúbbum, svo leik­völlum og leik­vöngum,“ ritaði hún.

„Núna hefur Scoot­er rænt ævi­starfi mínu og ég fékk ekki tæki­færi til að kaupa. Í raun og veru er tón­listar­arf­leifð mín í höndum ein­hvers sem vill eyði­leggja hana.“

Birti hún mynd með af Insta­gram færslu Justin Bieber frá 2016, þar sem hann var á tali við Kanye West og Scoot­er Braun. Segir Taylor að það hafi verið gott dæmi um ein­eltis­til­burði hans og sömu­leiðis þegar Kim Kar­dashian birti klippur úr sam­ræðum á milli hennar og Kanye. Full­yrti Kim við til­efnið að hún hefði gefið leyfi fyrir því að hann minntist á hana í laginu sínu Famous, þar sem hann sagðist vilja sofa hjá henni.

Bieber kemur Scoot­er til vanrar

Í Insta­gram færslu Justin Bieber birti hann mynd af sér með söng­konunni. Hann biðst af­sökunar á að hafa birt um­rædda færslu af sér og Kanye West, auk Scoot­er Braun. Hann segist ekki skilja hverju Taylor vilji ná fram með færslunni og kemur um­boðs­manninum til varnar.

„Scoot­er hefur hugsað um þig síðan að þú leyfðir mér að hleypa þér að!“ ritar Bieber meðal annars. „Þannig að það að þú takir þetta á sam­fé­lags­miðla og fáir fólk til að hata Scoot­er, er ekki sann­gjarnt. Hverju ertu að reyna að á­orka með því að birta þessa færslu? Mér sýnist þú vera að leitast eftir vor­kunn“ skrifar Bieber.

Hann segir að hann og Scoot­er elski Taylor. Hann segir að sér finnist eina leiðin til að leysa úr á­greinings­efni sé að tala saman. „Hvorki ég né Scoot­er höfum nokkuð nei­kvætt um þig að segja.“

https://taylorswift.tumblr.com/post/185958366550/for-years-i-asked-pleaded-for-a-chance-to-own-my
View this post on Instagram

Hey Taylor. First of all i would like to apologize for posting that hurtful instagram post, at the time i thought it was funny but looking back it was distasteful and insensitive.. I have to be honest though it was my caption and post that I screenshoted of scooter and Kanye that said “taylor swift what up” he didnt have anything to do with it and it wasnt even a part of the conversation in all actuality he was the person who told me not to joke like that.. Scooter has had your back since the days you graciously let me open up for you.! As the years have passed we haven’t crossed paths and gotten to communicate our differences, hurts or frustrations. So for you to take it to social media and get people to hate on scooter isn’t fair. What were you trying to accomplish by posting that blog? seems to me like it was to get sympathy u also knew that in posting that your fans would go and bully scooter. Anyway, One thing i know is both scooter and i love you. I feel like the only way to resolve conflict is through communication. So banter back and fourth online i dont believe solves anything. I’m sure Scooter and i would love to talk to you and resolve any conflict, pain or or any feelings that need to be addressed. Neither scooter or i have anything negative to say about you we truly want the best for you. I usually don’t rebuttal things like this but when you try and deface someone i loves character thats crossing a line..

A post shared by Justin Bieber (@justinbieber) on