Bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift ætlar að gefa út 10 mínútna útgáfu af einum frægasta smelli sínum, All too well, með meðfylgjandi myndbandi sem segir sögu lagsins.

Swift er þekkt fyrir að skrifa lög um fyrrverandi kærasta sína og elskhuga og líkt og hennar stærstu aðdáendur vita fjallar lagið All too well um samband hennar við leikarann Jake Gyllenhaal.

Þau voru í sambandi árið 2010, þegar Swift var 19 ára og Gyllenhaal 30 ára. Því er viðeigandi að leikararnir sem leika í myndbandinu eru þau Sadie Sink (19 ára), sem lesendur þekkja úr nýjustu þáttaröð Stranger Things og Dylan O'Brien (30 ára) sem lék í Maze Runner og Teen Wolf.

Hér fyrir neðan má heyra upprunarlegu útgáfuna af All too well en Swift á enn eftir að gefa út 10 mínútna útgáfuna.