Svo virðist vera sem að banda­ríska tón­lista­konan Taylor Swift fái að syngja sín eigin lög á verð­launa­há­tíðinni American Music Awards sem fram­undan eru næst­komandi sunnu­dag. E News greinir frá því að hún hafi náð lendingu í deilu­máli sínu við um­boðs­manninn Scoot­er Braun.

Líkt og Frétta­blaðið hefur greint ítar­lega frá hefur stjarnan átt í afar slæmu sam­bandi við um­boðs­manninn. Hún hefur sakað hann um að skemma vís­vitandi fyrir sér með því að hafa keypt út­gáfu­fyrir­tækið Big Machine, sem á réttinn að öllum eldri plötum hennar sex.

Þá hefur hún meðal annars lýst því yfir að hún hyggist hrein­lega taka upp öll gömlu lögin sín að nýju, í við­leitni til að endur­heimta réttindi sín yfir lögunum. Hún hefur áður sakað um­boðs­manninn um að leggja sig í ein­elti en Justin Bieber hefur meðal annars komið honum til varnar.

Sam­eigin­leg yfir­lýsing plötu­fyrir­tækjanna tveggja, um að lending hefði náðst í málinu, var hins vegar dregin í efa, þegar plötu­fyrir­tæki Swift full­yrði að yfir­lýsingin hefði ekki verið gerð í sam­ráði við það. Málið þykir hið furðu­legasta en er­lendir miðlar greina hins vegar frá því að söng­konan muni geta spilað lög sín á tón­listar­há­tíðinni.