Raunveruleikaþátturinn The Greatest Dancer hóf göngu sína í Bretlandi í fyrsta skipti á sunnudagskvöldið og má segja að einn keppandi hafi staðið upp úr en það var hinn 21 ára gamli Andrew Self.

Andrew dansaði einn með frjálsri aðferð á sviði við lagið „Can't stop the feeling“ með Justin Timberlake og heillaði dómarana og áhorfendur gjörsamlega upp úr skónum.

Andrew er með downs heilkenni og segir móðir hans í þættinum að áhugi Andrews af dansi hafi aukið sjálfstraust hans og gleði svo um munar. „Dansinn hefur hjálpað honum gífurlega og sjálfstraustið hans hefur farið upp úr öllu valdi. Hann heyrir tónlist og hann breytir því bara í hreyfingu. Dansinn breytti lífi hans.“

Líkt og áður segir er um að ræða nýjan sjónvarpsþátt og eru reglurnar þannig að áhorfendur fá að kjósa hvaða keppendur komast áfram og þarf 75 prósent áhorfenda að kjósa keppendur og þá opnast fyrir þeim veggurinn að salnum.

Gleði Andrew þegar veggurinn opnaðist var svo sannarlega ósvikin og dómararnir, þau Matthew Morrison, Cheryl Fernandez-Versini og Otlile Mabuse ekki vatni yfir frammistöðunni á meðan áhorfendur stóðu upp úr sætum sínum. „Ég held þú sért ótal fjölda fólks mikill innblástur,“ sagði Matthew meðal annars.

Þetta magnaða atriði má sjá hér að neðan.