Skemmti­leg upp­á­koma átti sér stað við eld­gosið í Geldinga­dal í gær þegar Ó­háði kórinn flutti kór­verkið Drunur - Lýsingar úr Kötlu­gosi eftir tón­skáldið og dag­skrár­gerðar­manninn Frið­rik Margrétar Guð­munds­son.

Að sögn Nínu Richter, með­limi kórsins, tóku við­staddir vel í þennan ó­vænta flutning og „var mikið klappað undir lokin og jafn­vel sáust tár á hvarmi við­staddra“.

Mynd­band af flutningnum má sjá hér að neðan.

Sungu með Hatara og GDRN á Ís­lensku tón­listar­verð­laununum

Ó­háði kórinn er öðru­vísi kór sem tekur frum­samið efni með hljóð­færum í bland við hefð­bundnari kór­lög. Kórinn er með að­setur í Reykja­vík og kór­stjóri er Kristján Hrannar Páls­son.

Kristján Hrannar segir að hug­myndin að þessum ó­venju­lega flutningi hafi komið þannig til að hann og Frið­rik Margrétar Guð­munds­son, tón­skáldið, þekkist og hann fylgist því vel með því sem hann er að gera og semja. Eigin­kona Kristjáns, Nína Richter sem einnig er með­limur í kórnum, stakk síðan upp á því að flytja lagið á gos­stöðvunum í gos­göngu kórsins.

Ó­háði kórinn hefur áður flutt verk eftir Frið­rik en það var á opnunar­at­riði Ís­lensku tón­listar­verð­launanna 2020, þar sem kórinn kom fram með Hatara og GDRN.

Kór­með­limir á mynd­bandinu eru:

Tenór:
Páll Sól­mundur Ey­dal
Bragi Árna­son

Bassi:
Kristján Hrannar Páls­son
Tom Hannay

Alt:
Ás­dís Ómars­dóttir
Sofi­e Herman­sen Eriks­datter

Sópran:
Maya Staub
Nína Richter