Athafnakonan og áhrifavaldurinn, Tanja Ýr Ástþórsdóttir, birti mynd af sér á Instagram klæddri skærgulum sundbol sem lýkir einna helst eftir skýlu grín-karaktersins Borat.

„Hver klæðist henni betur? Ég eða Borat?“ skrifar Tanja Ýr við myndina.

Tanja Ýr er stödd í fríi í Orlando þar sem hún nýtur veðurblíðunnar á ströndinni og á huggulegu hóteli.

Tanja er þó búsett í Bretlandi í Whitechap­el hverfinu sem er staðsett í aust­ur­hluta borg­ar­inn­ar.