Athafnakonan og áhrifavaldurinn, Tanja Ýr Ástþórsdóttir, greindi frá því á Instagram-síðu sinni að hún væri gengin út.

Nýlega flutti Tanja Ýr til Bretlands en hún hefur verið dugleg að leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með á samfélagsmiðlum.

Tanja Ýr leyfði fylgjendum sínum að spyrja sig spjörunum úr á dögunum og kom í ljós að hún væri komin á fast.

Ekki er vitað hver sá heppni er en Tanja Ýr birti myndir af kappanum og tjáði fylgjendum sínum að hún væri ekki að flytja til hans í Lundúnum heldur væri hún að fara leigja ein.

Tanja Ýr virðist ánægð með lífið þessa stundina.
Fréttablaðið/Skjáskot af Instagram
Tanja Ýr flutti nýlega til Bretlands en þar er hún að fara leigja í Lundúnum ein.
Fréttablaðið/Skjáskot af Instagram