Lífið

Tanja og Egill trúlofuðu sig í Mexíkó

Enn eitt stjörnuparið er trúlofað. Nú er bara að bíða eftir brúðkaupi.

Tanja og Egill ætla að ganga í hnapphelduna. Instagram

Tanja Ýr Ástþórsdóttir, athafnakona með meiru og ástmaður hennar Egill Halldórsson, trúlofuðu sig á dögunum. Tanja og Egill eru á ferðalagi um Mexíkó, en það má seint segja að parið sé heimakært heldur hafa þau ferðast um lönd og strönd með myndavélina að vopni, líkt og sjá má á skrautlegum og skemmtilegum Instagram-síðum þeirra. 

Turtildúfurnar hafa verið saman í árabil og keyptu sér íbúð saman í október á síðasta ári. 

Tanja Ýr hefur gert garðinn frægan á samfélagsmiðlum, en hún á líka fyrirtækið Tanja Ýr Cosmetics, sem gæti útlagsts sem Snyrtivörur Tönju. 

Tanja greinir frá trúlofuninni á Instagram-síðu sinni og hafa ótal vinir og fylgifiskar sett „læk“ á myndina.

Í myndbandinu, sem eflaust getur brætt köldustu hjörtu, má sjá Tönju sjálfa stilla sér upp fyrir myndatöku á fallegri strönd í Mexíkó. 

Egill hleypur svo skyndilega til hennar og bendir henni á eitthvað í fjarska, sem áhorfendur sjá því miður ekki hvað er. Það sem Tanja veit ekki er að enn er kveikt á myndavél Egils sem tekur upp myndskeið. Þegar Tanja snýr sér svo við er hennar heittelskaði kominn á skeljarnar og biður hana um að giftast sér. 

Undir myndskeiðinu, sem má sjá hér að neðan, ritar Tanja „Ég sagði JÁ.“ 

Nú getur alþjóð ekki gert annað en að bíða spennt eftir glæsilegu brúðkaupi. 

View this post on Instagram

I said YES 💍🙊❤️ @egillhalldorsson

A post shared by Tanja Ýr 💃 (@tanjayra) on

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Cardi B sendir frá sér ASMR myndband

Lífið

20 ár frá útgáfu Baby One More Time

Lífið

Drake slær 54 ára gamalt met Bítlanna

Auglýsing

Nýjast

Olgeir bað Sigríðar í 4750 metra hæð

Börn eru indælli en fullorðna fólkið

Drottningin í öllu sínu veldi

Snillingar í að kjósa hvert annað

Doktor.is í samstarf við Fréttablaðið

Gleðin í fyrirrúmi

Auglýsing