Tameka „Tiny“ Har­ris, eigin­kona rapparans T.I., virðist gefa lítið fyrir á­hyggjur að­dá­enda af dóttur hans Deyjah Har­ris miðað við við­brögð hennar við um­mælum net­verja á sam­fé­lags­miðlum.

Líkt og Frétta­blaðið hefur greint frá hafa sam­skipti rapparans við dóttur sína verið undir smá­sjá heims­pressunnar í kjöl­far þess að rapparinn lýsti því yfir að hann léti skoða meyjar­haft hennar á ári hverju, til þess að fá úr því skorið hvort hún væri enn hrein mey.

Ó­hætt er að segja að illa hafi verið brugðist við um­mælunum og lýsti fjöldi fólks yfir stuðningi við dóttur hennar. Deyjah tjáði sig ekki um það sjálf en lýsti þó yfir miklu þakk­læti til fylgj­enda sinna sem rakið var til málsins. Þá hætti hún að fylgja bæði T.I og Tameku á sam­fé­lags­miðlum.

Í Insta­gram færslu sem hún birti á þriðju­daginn má sjá hana á­samt eign­manninum T.I. „Mi amor por siempre…“ skrifar hún. Að­dá­endur voru fljótir að svara henni en ekki til þess að tala um þau og spurði einn meðal annars hvort að það væri í lagi með Deyjah.

Fékk hún ein­fald­lega til baka bros­kalla sem rang­hvolfdu í sér augunum og ljóst að hún gefur ekki mikið fyrir á­hyggjur að­dá­endanna.

View this post on Instagram

Mi amor por siempre... 👑💘😻🥰

A post shared by Majorgirl (@majorgirl) on