Umboðsmaður Meat Loaf kynnti fjölmiðlum í morgun að söngvarinn væri látinn, 74 ára að aldri. Banamein söngvarans hefur ekki verið formlega kynnt fjölmiðlum en óstaðfestar heimildir herma að hann hafi látist af völdum Covid-19.

Heimildarmenn vefritsins TMZ, sem sérhæfir sig í bandarískum skemmtanaiðnaði, segja að Meat Loaf hafi aflýst kvöldverðarfundi fyrr í vikunni vegna skyndilegra veikinda af völdum Covid-19.

Meat Loaf, hvers raunverulegt nafn er Marvin Lee Aday, komst í fréttirnar í fyrra fyrir að gagnrýna harðlega bólusetningarskyldu í Ástralíu, og leggja þar mótmælendum lið. Hann var yfirlýstur andstæðingur bólusetninga og aðspurður, í viðtali fyrir nokkrum mánuðum, hvort að hann ætlaði að láta bólusetja sig svaraði hann á þá leið að ef að hann ætti að deyja myndi hann deyja, og ætlaði ekki að láta stjórna sér.