Lífið

Taktar munu hrista blokkir

The Chemical Brothers eru á leið til landsins. Þessi breska rafsveit var í farabroddi í big beat stefnunni sem naut gífurlegra vinsælda fyrir tuttugu árum en þeir hafa þó aldrei orðið hallærislegir og halda áfram að gera það gott.

The Chemical Brothers leggja mikið upp úr miklu sjónarspili á tónleikum eins og sjá má. WireImage

Kemísku bræðurnir Tom Rowlands og Ed Simons eru á leið til landsins og er það vel. The Chemical Brothers er líklega eitt stærsta nafnið úr hinni svokölluðu big beat bylgju sem reið yfir heimsbyggðina á tíunda áratugnum. Að sjálfsögðu lenti stefnan hér á Íslandi og gerði allt vitlaust – það má færa rök fyrir því að Uxi árið 1995 hafi kannski verið hápunkturinn (lágpunkturinn segja íhaldssamir foreldrar þess tíma).

Mörg af þessum stóru nöfnum úr Big Beat senunni hafa komið til landsins og er Chemical Brothers einskonar kirsuber ofan á þennan big beat ís sem við höfum verið svo heppin að geta gætt okkur á síðustu árin og áratugina.

Fatboy Slim kom til Íslands árin 2002 og 2016. Getty

Fatboy Slim

Fatboy Slim var einn sá stærsti í senunni og er enn að spila plötur fyrir ótrúlega stóra hópa fólks í heimabæ sínum Brighton (og um allan heim). Hann mætti til landsins á Airwaves árið 2002 og svo gerði hann sér lítið fyrir og kom aftur á Sónar hátíðina 2016. Hann smakkaði víst súrhval í fyrri heimsókninni og líkaði ekkert sérstaklega vel.

The Prodigy spilaði í Laugardalshöllinni 1996, 1998 og 2004. Þeir elska þessa höll.

The Prodigy

Rokkstjörnurnar í The Prodigy hafa margoft komið til landsins. Þeirra fyrsta ferð var á hina alræmdu hátíð Uxa árið 1995. Hún var greinilega svo skemmtileg að síðan þá hafa þeir endurtekið komið til landsins – síðast mættu þeir á Secret Solstice hátíðina í fyrra

MH-ingar fengu Propellerheads í heimsókn í einhverju hádeginu árið 1996.

Propellerheads

Komu til landsins árið 1996 og spiluðu meðal annars á MH balli við mikinn fögnuð nemenda skólans.

Það var ekkert helvítis vinsældarjukk á Uxa, bara E-pillur og útilega.

Hvað er big beat?

Meistari Fatboy Slim sagði það best í viðtali við NPR árið 2011 þegar hann var að svara spurningunni um hvernig bretar náðu að selja ameríkönum elektróníska tónlist: „Nafnið kom frá klúbbnum okkar, The Big Beat Boutiquem, sem ég er ákaflega stoltur af. Ég hef alltaf talið formúluna bakvið big beat vera trommutaktarnir úr hiphopi, orkan úr acid house, og popp-næmni Bítlanna, smá dass af pönki, allt rúllað saman í eina feita pönnuköku. Sveitir eins og The Prodigy og The Chemical Brothers – við sáum svipaða hluti hjá Bítlunum og Rolling Stones, en þeir hlustuðu á sálartónlist og blús þegar þeir voru yngri og seldu svo könunum enskar útgáfur af þessari músík.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Fræga fólkið í dag og fyrir tíu árum

Lífið

Ís­lendingar rasandi á Twitter eftir Kast­ljós í gær

Fólk

Litlu upp­lifanirnar gefi lífinu mesta gildið

Auglýsing

Nýjast

Vegan Jambalaya Huldu B. Waage

Á­hrifa­valdur segist ekki hafa ætlað að blekkja neinn

Sverrir klippti hnakka í Bird Box stíl

Frábærar lausnir fyrir hamingjusamt skrifstofufólk

Jonah Hill tekst á við drauga for­tíðar með jiu jitsu

Umbúðalaus matvöruverslun opnar í New York

Auglýsing