Systurnar Sigga, Beta og Elín fluttu eitt vinsælasta Eurovision sigurlag allra tíma í nýrri útgáfu ásamt Lovísu Elísabetu, eða Lay Low sem er lagahöfundur Eurovision framlags Íslands í ár.

Sigga, Elín og Lovísa spiluðu allar saman á gítar og Beta spilaði á bassa. Systurnar tóku sama lag eftirminnilega í Stúdíó 12 hjá RÚV áður en þær sigruðu í Söngvakeppninni.

Eurovision tv, opinber vefur og sjónvarp Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, birti myndband af flutningnum sem má sjá hér fyrir neðan.

Íslenski hópurinn verður áfram á stúdíóæfingum í dag og fer svo í myndatöku hjá Vogue.