Systur verða 18. á svið í úr­slita­keppni Euro­vision annað kvöld. Sam­kvæmt um­fjöllun Rúv er 18. sætið af mörgum talið vera besta sætið. Einn dyggur að­dáandi hefur reiknað út að lögin í því sæti hafa fengið flest stig að meðal­tali á árunum 2003 til 2016.

Al­mennt er því haldið fram að best sé að sýna í seinni hluta úr­slita­kvöldsins. Um tveir þriðju allra sigur­vegara keppninnar voru með lag í síðari hluta kvöldsins, samkvæmt vef Eurovision. Frá árinu 2013 hefur þó meiri­hluti sigur­laga verið í fyrri hlutanum.

Sam­kvæmt vef Euro­visionworld er þeim Siggu, Elínu og Betu og Ey­þóri bróður þeirra spáð 20. sætinu. Fyrir seinni undan­úr­slitin var þeim spáð 23. sæti en þær ruku upp um átta sæti í heildina eftir glæsi­lega frammi­stöðu á þriðju­dags­kvöldið.

Lag Úkraínu er spáð sigri á morgun og er Bretum, Svíum og Ítalíu spáð næstu þremur sætunum. Úr­slita­kvöld Euro­vision hefst klukkan 19:00 á RÚV 1 annað kvöld en ef úr­slit liggja ekki fyrir klukkan 21:50 verður út­sending færð á RÚV 2 vegna sveita­stjórnar­kosninganna.