Íslenska Eurovisionframlagið Með hækkandi sól í flutningi Systra, komst áfram í fyrri undanúrslitum Eurovision-keppninnar í kvöld.

Löndin sem komust áfram, auk Íslands, voru Sviss, Grikkland, Moldavía, Armenía, Litháen, Portúgal. Noregur, Úkraína og Holland.

Systraþríeykið tóku lagið í undanriðli ásamt Albönum, Lettum, Litháum, Svisslendingum, Slóvenum, Úkraínumönnum , Búlgörum, Hollendingum, Moldavíumönnum, Portúgölum, Króötum, Dönum, Austurríkismönnum, Grikkjum, Norðmönnum og Armenum.


Skömmu fyrir keppni höfðu Systurnar hafa fært sig upp í veð­bönkum, eftir síðasta rennsli fyrir keppni og dómararennsli í gær.

Á dómararennslinu urðu mistök í hljóðblöndun lagsins í Eurovision-höllinni, sem skipuleggjendur segja þó að hafi ekki átt að hafa áhrif á hljóðblöndunina sem dómnefndin studdist við. Systur fengu aukaæfingu í kjölfarið og heppnaðist flutningurinn með eindæmum vel, á lokarennsli sem fram fór fimm klukkustundum fyrir keppni.

Uppfært: Blaðamannafundur með löndunum sem komust upp úr riðlinum, verður haldinn kl 21:30 að íslenskum tíma.