Systur flögguðu fána Úkraínu í beinni útsendingu á undankeppni Eurovision rétt í þessu. Systur fengu ábendingu frá stjórnendum keppninnar þegar þær sögðu Slava Ukraini undir lok æfingar fyrr í vikunni og hafa ekki setið á skoðunum sínum í samtölum við fjölmiðlafólk í Tórínó.

Þetta atvik minnir óneitanlega á það þegar Hatarar flögguðu Palestínufána í beinni útsendingu á Eurovision við sama tækifæri árið 2019. RÚV fékk sekt upp á 5000 evrur í framhaldinu.