Ísland verður númer átján á svið í aðalkeppni Eurovision annað kvöld, á eftir Grikklandi og á undan Moldóvu. Sérstakt stigablað mun fylgja Fréttablaðinu á morgun og munu lesendur geta náð í stigablaðið af vefnum og prentað út fyrir Júrópartýið.
Grikkland er sigurstranglegt lag samkvæmt öllum helstu veðbönkum þó það sé ekki meðal laganna sem hafa fengið mesta hlustun á Spotify, Youtube og TikTok.

Lagið Die Together er kraftballaða og hefur notið mikilla vinsælda meðal Eurovision bloggara í pressuhöllini í Tórínó. Sviðsetningin er hádramatísk og leikræn með stóla á víð og dreif um allt sviðið.
Á eftir Íslandi eru hressir náungar frá Moldóva, en lagið keyrir sannarlega upp orkuna í keppninni. Lagið sem heitir Trenulețul sem þýðist sem Litle lestin, er nokkurs konar blanda af þjóðlagi og pönki. Það fjallar um ánægjulega lestarferð milli Chișinău í Moldóvu og Búkarest í Rúmeníu.

Hér má sjá röðina á aðalkvöldinu.
Tékkland: We Are Domi – Lights Off
Rúmenía: WRS – Llámame
Portúgal: MARO – Saudade, Saudade
Finnland: The Rasmus – Jezebel
Sviss: Marius Bear – Boys Do Cry
Frakkland: Alvan & Ahez – Fulenn
Noregur: Subwoolfer – Give That Wolf A Banana
Armenía: Rosa Linn – Snap
Ítalía: Mahmood & Blanco – Brividi
Spánn: Chanel – SloMo
Holland: S10 – De Diepte
Úkraína: Kalush Orchestra – Stefania
Þýskaland: Malik Harris – Rockstars
Litáen: Monika Liu – Sentimentai
Azerbajdzhan : Nadir Rustamli – Fade To Black
Belgía: Jérémie Makiese – Miss You
Grikkland: Amanda Georgiadi Tenfjord – Die Together
Ísland: Systur – Með Hækkandi Sól
Moldóva: Zdob şi Zdub & Advahov Brothers – Trenulețul
Svíþjóð: Cornelia Jakobs – Hold Me Closer
Ástralía: Sheldon Riley – Not The Same
Bretland: Sam Ryder – SPACE MAN
Pólland: Ochman – River
Serbía: Konstrakta – In Corpore Sano
Eistland: Stefan – Hope