Eurovisionfararnir Sigga, Beta, Elín og Eyþór eru nú komnir aftur heim til Íslands eftir ævintýrið í Tórínó en það er þó ekki komið að leiðarlokum.

Tónlistarverkefnið Systur mun halda áfram og geta aðdáendur þeirra átt von á nýju lagi í júní.

„Þetta er bara byrjunin,“ sagði Elín Eyþórsdóttir í samtali við Fréttablaðið rétt áður en hún hoppaði upp í vél Icelandair á leiðinni til Íslands.

Fréttablaðið náði tali af Systrum þegar þær stigu um borð í vél Icelandair, og áhöfn og farþegar klöppuðu fyrir þeim í tvígang á meðan flugþjónustufólk klæddist viðhafnarfatnaði með íslenska fánanum.

Farþegar klöppuðu fyrir Íslandshópnum.
Fréttablaðið/Ingunn Lára

Farþegar um borð í vél Icelandair fengu súkkulaðiköku enda sérstakt tilefni.

Blaðamaður getur staðfest að súkkulaðikaka Icelandair var bragðgóð.
Fréttablaðið/Nína Richter