Leikonan Sarah Jessi­ca Parker syrgir vin sinn Willi­e Garson fyrir luktum dyrum, en Garson lék besta besta vin Carri­e Brads­haw, Stan­ford Blatch í þátta­röðinni Sex and the city.

Þetta kemur fram á page 6.

Parker hefur ekki sent frá sér kveðju á sam­fé­lags­miðlum líkt og hinar stjörnurnar úr Sex and the City, þær Cynthia Nixon, Kristin Davis, Kim Cattrall.

Garson lést síðast­liðinn þriðju­dag að­eins 57 ára að aldri eftir bar­áttu við krabba­mein í brisi.

Sonur Garson, Nat­hen, sem hann ætt­leiddi árið 2009 skrifaði hjart­næma færslu þar sem hann sagði að hann væri feginn að faðir hans gæti nú hvílst í friði.

Nat­hen skrifaði, „Ég elska þig svo mikið, pabbi. Hvíldu í friði. Ég er svo á­nægður að þú deildir ævin­týrum þínum með mér og þér tókst að af­reka svo margt. Ég er stoltur af þér,“ skrifaði Nat­hen á Insta­gram síðu sína.

„Ég mun alltaf elska þig, en ég held að það sé kominn tími til að þú farir í þitt eigið ævin­týri. Þú munt alltaf vera með mér. Elska þig meira en þú munt nokkurn tíma vita og ég er feginn að þú getir nú hvílst í friði.“