Sýningin innan skamms, aftur, lýkur í i8 galleríi um helgina. Þetta er önnur sýning Örnu Óttars­dóttur í i8 og inni­heldur ný vefnaðar­verk sem lista­maðurinn hefur ofið á vinnu­stofu sinni undan­farna mánuði. Arna sækir inn­blástur úr minnis­bókum sem geyma hvers­dags­legar hug­dettur og teikningar lista­konunnar.

Með því að um­breyta skissum í vefnað beislar hún líf­lega og per­sónu­lega orku sem skín í gegn í verkunum á sýningunni. Nýju verkin blanda saman ab­strakt og fígúra­tívum þáttum, á sama tíma og þau kanna eðlis­læga eigin­leika efni­viðarins.

Arna Óttars­dóttir (f. 1986) býr og starfar í Reykja­vík. Árið 2021 voru verk hennar hluti af sýningunni Iða­völlur: Ís­lensk mynd­list á 21. öld í Lista­safni Reykja­víkur og einka­sýning hennar Allt er frá­bært var haldin í Ný­lista­safninu í Reykja­vík árið 2019. Verk hennar hafa verið sýnd á al­þjóð­legum vett­vangi, meðal annars á Nor­da­t­lantens bryg­ge í Kaup­manna­höfn, Turner Con­temporary í Margate, Åplus í Ber­lín og Cecili­a Hillst­röm Gallery í Stokk­hólmi.

Frá sýningu Örnu Óttarsdóttur í i8 gallerí.
Mynd/Aðsend