Rocky stjarnan Sylvester Stallone hefur sett glæsihýsi sitt í Los Angeles á sölu. Ástæða þess er að Stallone og eiginkona hans, fyrirsætan Jennifer Flavin, hyggjast flytjast búferlum til Palm Beach í Flórída.

Hjónin hyggjast þó ekki láta Los Angeles setrið frá sér fyrir klink en húsið er falið fyrir 170 milljónir. Húsið var byggt eftir höfði Stallone á tíunda áratugnum og er 1200 fermetrar á stærð og staðsett við ströndina.

Átta svefnherbergi og tólf baðherbergi er að finna í húsinu ásamt stærðarinnar bókasafni eða skrifstofu. Þar inni er að finna styttu af Rocky ásamt fleiri munum úr myndinni. Hér fyrir neðan má sjá myndir af herlegheitunum.

Sundlaug í sólríkum garði svíkur engan.
Fréttablaðið/Getty
Húsið er steinsnar frá ströndinni.
Fréttablaðið/Getty
Eflaust gætu margir hugsað sér að hafa það huggulegt hérna.
Fréttablaðið/Getty
Það er nægt sætapláss í íbúðinni.
Fréttablaðið/Getty
Útsýnið er ekki amalegt.
Fréttablaðið/Getty