Tón­listar­maðurinn Ingó sem gjarnan er kenndur við Veður­guð birti heldur betur á­huga­vert mynd­band í gær fyrir að­dá­endur sína. Þar birtir hann upp­töku af því þegar hann byrjaði að semja lagið sitt vin­sæla „Í kvöld er gigg.“

Í mynd­bandinu má sjá Ingó spila lagið á gítarinn og er ljóst að hann er enn að semja. Það heyrist glögg­lega á því að það er líkt og hann spinni textann jafn­óðum. Erindin eru enn per­sónu­legri en í endan­legri út­gáfu.

„Ég geri þetta ekki oft en geri smá undan­tekningu núna því í dag er al­þjóð­lega endur­lífgunar­dagurinn. Ef þið þekkið lagið gætuði bjargað manns­lífum því lagið er í réttum takti fyrir hjarta­hnoð.“