Victoria Beckham býr sig þessa dagana undir að opna eigið snyrtivörufyrirtæki. Í aðdragandanum ljóstrar hún upp um gott ráð sem hún notar sjálf til þess að halda húðinni fallegri: Avókadó.

Beckham segir lykilinn að fallegri og ljómandi húð sé að borða nægilegt magn af góðri fitu. Hún segist borða þrjú til fjögur avókadó á degi hverjum.

„Þetta snýst ekki endilega um að líta út fyrir að vera yngri en þú ert,“ segir hún í viðtali við Daily Telegraph.

Avókadó inniheldur meiri fitu en nokkur annar ávöxtur eða grænmeti, inniheldur fullt af vítamínum og nánast engann sykur. 75 prósent af fitunni er mettuð fita sem er góða tegundin af fitu. Vegna þess að avókadó er planta þá er fitan í ávöxtnum olía, en ekki hörð fita og er þar af leiðandi án kólestróls og sódíum.