Kaffikorgurinn er til að mynda einstaklega góður sem áburður. Korgurinn hentar vel til moltugerðar en mikilvægt er að þurrka kaffikorginn áður en hann er settur í ílát til geymslu annars myglar hann fljótt. Kaffikorgur er fyrirtaks áburður fyrir garðaplöntur og stofublóm. Í kaffinu er kalíum, köfnunarefni og fosfór, allt efni sem plöntur þarfnast. Korginum er blandað saman við blómamold eða efsta lag moldarinnar úti í garði. Engin hætta er á því að þú notir of mikinn kaffikorg því hann nýtist allur

Kaffikorgur sem ísskápsilmur

Þegar það er ókræsileg lykt í ísskápnum er hægt að vinna gegn henni með kaffikorgi. Það er einfaldlega gert með því að þurrka hann og geyma svo í glasi í ísskápshurðinni. Óæskilega lyktin ætti þá að hverfa fljótt.

Kaffikorgur sem geitungafæla, pöddufæla og kattarfæla

Verja má blómabeð fyrir skordýrum með kaffikorgi. Lyktin yfirgnæfir alla aðra lykt sem pöddurnar gæti laðast að. Jafnframt er að vandi í mörgum görðum að kettir sækja í beðin til að gera þarfir sínar og hægt er að halda köttunum fjarri með kaffikorginum. Köttum er meinilla við lyktina af kaffikorginum.

Kaffikorgurinn sem málmhreinsiefni

Hægt er að nýta kaffikorginn til að hreinsa málm, eins og grillgrindur, potta og pönnur. Setjið kaffikorginn á rakan svamp og nuddið efninu á ryðgaðar málmvörur og árangurinn mun koma þér skemmtilega á óvart.

Heimildir úr bókinni Besser leben ohne Plastik eftir Anneliese Bunk & Nadine Schubert