Frétt uppfærð kl. 12:05 þann 6. október:

Björk Guð­munds­dóttir keypti aldrei húsið sem hannað var af Sig­valda Thordar­son á Ægi­síðu, líkt og full­yrt var í um­fjöllun Við­skipta­blaðsins í gær.

Þetta kemur fram í skrif­legri á­bendingu frá fast­eigna­sölunni Eigna­miðlun. Innt eftir frekari svörum segir fast­eigna­sali að ekki sé búið að ganga frá sölu á húsinu.

Við­skipta­blaðið greindi frá því í gær að Björk hefði keypt húsið. Frétt miðilsins hefur nú verið fjar­lægð en frétt Frétta­blaðsins upp­færð og leið­rétt.

„Sæll, það er ekki búið að ganga frá sölu á húsinu og Björk hefur ekki keypt hús hjá okkur,“ segir svari fasteignasalans.

Upprunaleg fréttin sem birtist þann 5. október:

Björk Guð­munds­dóttir festi ný­verið kaup á ein­býlis­húsi við Ægi­síðu, sem hannað var af arki­tektinum Sig­valda Thordar­son. Við­skipta­blaðið greindi fyrst frá.

Hið ein­staka hús var byggt árið 1958. Söng­konan keypti það af kvik­mynda­fram­leiðandanum Guð­björgu Sigurðar­dóttur og lýta­lækninum Ottó Guð­jóns­syni.

Húsið er 400 fer­metrar og er fast­eigna­matið 222 milljónir króna en húsið fór á sölu­skrá þann 17. septem­ber síðast­liðinn.

Hússins er víða getið þegar fjallað erum ís­lenska byggingar­list enda „hannað út í hörgul í fal­legum og hreinum stíl,“ eins og því er lýst á vef fasteignasölunnar.

Mynd/Eignamiðlun
Mynd/Eignamiðlun
Mynd/Eignamiðlun
Mynd/Eignamiðlun
Mynd/Eignamiðlun
Mynd/Eignamiðlun
Mynd/Eignamiðlun
Mynd/Eignamiðlun
Mynd/Eignamiðlun