Daði og Árný, úr Gagna­magninu sem keppir til úr­slita í Söngva­keppni sjón­varpsins næsta laugar­dag með laginu Think About Things, hafa nú birt mynd­band af dansinum við lagið svo að sem flestir geti lært dansinn.

„Í laginu er svona dans sem við erum að spá í að kenna ykkur,“ segir Daði í mynd­bandinu sem birt var á Face­book síðunni Sam­list – Árný og Daði. Mynd­bandið við lagið hefur vakið mikla at­hygli og telja margir að þau komi til með að sigra keppnina.

Alls eru fimm lög sem keppa til úr­slita á laugar­daginn en auk Gagna­magnsins koma fram Íva, með lagið Ocu­lis Videre, Dimma, með lagið Al­myrkva, Í­sold og Helga, með lagið Meet me halfway, og Nína með lagið Echo.

Úr­slitin verða í Laugar­dals­höll 29. febrúar klukkan 19:30 og verða þau sýnd í beinni á RÚV. Euro­vision keppnin fer síðan fram 12. til 16. maí í Rotter­dam í Hollandi.