Rúss­neski tón­listar­maðurinn Vitali­evich Petunin, sem var þekktur undir lista­manns­nafninu Walki­e, svipti sig lífi eftir að hafa verið kvaddur í rúss­neska herinn vegna stríðsins í Úkraínu.

Petunin, sem var 27 ára, birti mynd­band á Telegram-síðu sinni þar sem hann sagðist ekki vera reiðu­búinn að fara í herinn og jafn­vel bera á­byrgð á dauða ein­hvers annars. Petunin hafði áður tjáð sig um inn­rásina í Úkraínu og var hann mjög mót­fallinn henni.

„Ég vil að mín verði minnst fyrir það að hafa ekki stutt þetta stríð. Ég er ekki til­búinn til að taka upp vopn og drepa aðra,“ sagði hann í mynd­bandinu.

Í fréttum rúss­neskra fjöl­miðla kemur fram að lík Petunin hafi fundist fyrir utan heimili hans í borginni Krasnodar síðast­liðinn föstu­dag. Telur lög­regla að hann hafi stokkið út um glugga á heimili sínu.

Walki­e gaf út tíu plötur á ferli sínum og naut hann þó nokkurra vin­sælda. Mest spilaða lag hans á Spoti­fy er til að mynda með tvær milljónir hlustanir.


Glím­ir þú við sjálfs­vígs­hugs­an­ir?

Hjálp­ar­sím­i Rauð­a kross­ins 1717 er op­inn all­an sól­ar­hring­inn og hjá Pieta sam­tök­un­um er opið alla virk­a daga frá 9 til 16 en svar­að er í Pieta-sím­ann 552 2218 all­an sól­ar­hring­inn.