Tónlistarmaðurinn og bæjarfulltrúinn Sverrir Bergmann og lögfræðingurinn Kristín Eva Geirsdóttur eru trúlofuð.

Parið greinir frá gleðitíðindunum í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlum með fallegri mynd með hringinn í nærmynd og textanum „Trúlofuð 9.11.22.“

Sverrir virðist afar rómantískur en hann hefur meðal annars samið lagið Þig ég elska um sína heittelskuðu og má ætla að bónorðið hafi einnig verið borið upp með rómantískum hætti.

Sverrir og Kristín eiga tvær dætur þær Ástu Berthu og Sunnu Stellu.