Lífið

Sveinn Wa­a­ge er alltaf með annan fótinn í Eyjum

Sveinn Wa­age er Eyja­maður í húð og hár og þótt hann sé löngu fluttur í land er hann alltaf með annan fótinn í Vest­manna­eyjum eftir að hafa látið flúra merki bæjarins á sig.

Sveinn Waage grínast ekkert með ást sína á Eyjum nema þegar hann tekur grínið alla leið.

Eyjamaðurinn Sveinn Waage, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu og Bjórskólakennari, tekur uppruna sinn alvarlega, á léttu nótunum þó, og verður héðan í frá alltaf með annan fótinn í Eyjum eftir að hann fór til Tenerife þar sem hann lét merkja sig varanlega með skjaldarmerki Vestmannaeyja.

„Þetta hefur lengi staðið til, segir Sveinn í samtali við Fréttablaðið. „Þegar ég var búinn að búa lengur á Norðurey en Heimaey var þetta farið að kalla á meira mig.  „Með annan fótinn í Eyjum“ er þekktur frasi hjá okkur Eyjamönnum og engir á Íslandi taka brandarana jafn langt og Eyjamenn.

Við erum í það minnsta alltaf til í að ganga býsna langt og lengi í þessum efnum. Fæstir trúa dagsönnum sögum af hversu mikið menn hafa haft fyrir glensinu og í því sambandi nægir að nefna goðsagnir eins og Hrekkjalómafélagið, Hildibranda og fleiri slíka. „Of góð hugmynd til að gera það ekki,“ er setning sem maður hefur heyrt oft og jú, auðvitað sagt sjálfur ítrekað,“ segir Sveinn og glottir.

Skjaldarmerkið í farangrinum

 „Þótt tvö eða þrjú önnur tattú hafi verið í meiri forgangi hjá mér þá fannst mér allt í einu í sumar tími kominn á þetta tiltekna flúr,“ segir Sveinn sem ákvað að láta merkja á sér annan kálfann.

Ferskt flúrið tilbúið á Tattoo Legend-stofunni vinsælu á Tenerife.

„Það síðasta sem ég gerði áður en ég fór til Tenerife í júlí var að útvega mér skjaldarmerki Vestmannaeyja í góðri upplausn á vef Vestmannaeyjabæjar. Fór svo síðasta daginn minn úti á Tattoo Legend Tenerife, bestu tattú-stofu Tene, sem margir Íslendingar þekkja vel, og skellti þessu á.“

Sveinn er 47 ára og hefur verið á Þjóðhátíð í Eyjum 40 sinnum. „Ég sá fram á að komast ekki á Þjóðhátíð í ár en ég gat þó alla vega gert þetta. Það er alltaf sárt að skrópa í Dalinn, þrátt fyrir 40 þjóðhátíðar.

Ég var sex vikna í barnavagni á minni fyrstu og svo liðu 25 ár þar til að ég missti af Þjóðhátíð. Þá sat ég á barstól í Georgíu í Bandaríkjunum og grét eins og sex vikna barn. Mæting í Dalinn 2019 með nýja tattúið er bókuð og staðfest. Hvort það verður Lederhosen, skotapils eða ber að neðan, kemur í ljós.“

Aðspurður hvort breytingar í bæjarpólitík Vestmannaeyja hafi haft áhrif á þessa tímasetningu, segir Sveinn ekki svo vera en bætir við að hann hafi alltaf verið hugfanginn af sinni heimabyggð og ekki síst í dag með „þessu nýja og flotta fólki við stjórnvölinn.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fréttir

Þjóðhátíðagestir hegða sér vel þótt á móti blási

Ferðalög

Bjuggust við fleirum í strætis­vagninn til Eyja

Vestmannaeyjar

Óvíst hvort grói um heilt í Eyjum

Auglýsing

Nýjast

Mynd­band: PewDi­ePi­e lét sér ekki leiðast á Ís­landi

YouTu­be-par fagnaði ástinni hér á Fróni

​Friðrik Ómar, Tara og Kristina áfram í úrslit

Dor­rit hæst­á­nægð með Nan­cy Pelosi

Borgar­full­trúi pirrar sig á RÚV appinu

Allir flokkar sýndir í beinni eftir mót­mæli Hollywood

Auglýsing