Íþróttafréttakonan Svava Kristín Grétarsdóttir greindi frá því á Twitter- síðu sinni í gær, að hún hafi mætt á skjáinn í skyrtu sem hún hafði keypt á nytjamarkaði á aðeins sjöhundruð krónur.
Svava Kristín er þekkt fyrir að vera afar flott í tauinu, og er greinilegt að það þarf ekki að kosta mikið að vera með lúkkið upp á tíu.
Daginn áður hafði María Sigrún Hilmarsdóttir fréttakona á Rúv greint frá því, einnig á Twitter að hún hafi klæðst átján ára gömlum jakka úr smiðju H&M.
Það má því segja að um afar hagsýnar fréttakonur séu hér á ferð.
Og í kvöld las ég fréttir í skyrtu sem ég keypti á nytjamarkaði á 700kr 👌 pic.twitter.com/XXX0SP8nwb
— Svava Gretarsdóttir (@SvavaGretars) January 19, 2022