Á fasteignavef Fréttablaðsins er skemmtilega hannað hús á Suðurgötu í Reykjavík auglýst til sölu. Húsið sem er parhús er um 160 fermetrar að stærð og var byggt árið 1984 og hefur alltaf verið í eigu sömu fjölskyldu.

Innréttingar í eldhúsi eru sérsmíðaðar og smekkleg blanda af nútímalegum og klassískum stíl. Baðherbergið er virkilega fallegt og vel hannað.

Margir útgangar er í garðinn sem er skjólgóður, sólríkur og viðhaldslítill.

Virkilega smekklegt og hús á einstökum stað í 101 Reykjavík.