Breski leikarinn Dave Prow­se, sem þekktastur er fyrir að hafa leikið sjálfan Svart­höfða á setti upp­runa­legu Stjörnu­stríðs­myndanna, er látinn 85 ára gamall eftir stutt veikindi.

Prow­se var þekktastur fyrir hlut­verk sitt sem Svart­höfði, þar sem hann gerði ill­mennið að sínu með hæð sinni og vexti en Prow­se hóf feril sinn sem kraft­lyftingar­maður. Annar leikari, James Earl Jones ljáði per­sónunni svo rödd sína.

Segir í um­fjöllun DailyMa­il um leikarann að Prow­se hafi meðal annars keppt fyrir hönd Bret­lands á heims­veldis­leikunum í kraft­lyftingum árið 1962. Hann sagður hafa orðið vinur tveggja mót­herja og leikara sem þar kepptu, þeirra Arn­old Schwarzeneg­ger og Lou Fer­rigno.

Prow­se fékk sitt fyrsta hlut­verk árið 1967 í Casino Roya­le, kvik­mynd um breska njósnara hennar há­tignar James Bond. Prow­se var svo í­trekað ráðinn til að leika skrímsli eða annars­konar ó­frýni­legar verur og fór til að mynda með hlut­verk skrímsli Franken­steins.

Þannig fór Prow­se með hlut­verk líf­varðar árið 1971 í kvik­myndinni Clockword Orange eftir Stanl­ey Kubrick. Þar tók Geor­ge Lucas, skapari Stjörnu­stríðs, eftir Prow­se og bauð honum að mæta í prufur fyrir myndina. Sagði Prow­se síðar að hann hefði einnig mátað sig í hlut­verk Chewbac­ca en verið spenntari fyrir því að leika vonda karlinn, enda alltaf minnis­stæðari.

Prowse hóf feril sinn sem aflraunamaður.
Fréttablaðið/Getty
Lucas fékk Prowse í Stjörnustríð eftir að hafa séð hann í Clockwork Orange.
Fréttablaðið/Getty