Breski leikarinn Dave Prowse, sem þekktastur er fyrir að hafa leikið sjálfan Svarthöfða á setti upprunalegu Stjörnustríðsmyndanna, er látinn 85 ára gamall eftir stutt veikindi.
Prowse var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Svarthöfði, þar sem hann gerði illmennið að sínu með hæð sinni og vexti en Prowse hóf feril sinn sem kraftlyftingarmaður. Annar leikari, James Earl Jones ljáði persónunni svo rödd sína.
Segir í umfjöllun DailyMail um leikarann að Prowse hafi meðal annars keppt fyrir hönd Bretlands á heimsveldisleikunum í kraftlyftingum árið 1962. Hann sagður hafa orðið vinur tveggja mótherja og leikara sem þar kepptu, þeirra Arnold Schwarzenegger og Lou Ferrigno.
Prowse fékk sitt fyrsta hlutverk árið 1967 í Casino Royale, kvikmynd um breska njósnara hennar hátignar James Bond. Prowse var svo ítrekað ráðinn til að leika skrímsli eða annarskonar ófrýnilegar verur og fór til að mynda með hlutverk skrímsli Frankensteins.
Þannig fór Prowse með hlutverk lífvarðar árið 1971 í kvikmyndinni Clockword Orange eftir Stanley Kubrick. Þar tók George Lucas, skapari Stjörnustríðs, eftir Prowse og bauð honum að mæta í prufur fyrir myndina. Sagði Prowse síðar að hann hefði einnig mátað sig í hlutverk Chewbacca en verið spenntari fyrir því að leika vonda karlinn, enda alltaf minnisstæðari.
It was so fun watching the videos of him acting out the lines on set before James Earl Jones dubbed over. RIP David Prowse 🙏🙏 https://t.co/pNdgOmDa8Z pic.twitter.com/xEiYZ9R2g0
— Jay Shatara (@JShataraTV) November 29, 2020

