Karl Breta­prins virti að vettugi spurningar blaða­manna um gagn­rýni sonar hans, Harry Breta­prinsar, á upp­eldis­að­ferðir hins fyrr­nefnda, þegar blaða­menn leituðu eftir því í dag. Frá þessu greinir breska götu­blaðið The Sun.

Eins og Frétta­blaðið greindi frá fór Harry hörðum orðum um lífið í konungs­fjöl­skyldunni í nýju við­tali. Sagðist hann meðal annars hafa flutt með fjöl­skylduna til Banda­ríkjanna til að rjúfa „víta­hring sárs­auka“ úr barn­æsku sinni.

Karl heim­sótti sjúkra­gagns­ram­leiðandann BCB International í Car­diff í Wa­les í dag. Þar sátu blaða­menn fyrir honum og reyndu að fá við­brögð hjá honum við orðum Harry.

„Ertu sam­mála Harry prinsi um sárs­aukann og þjáninguna í fjöl­skyldunni? Hefurðu heyrt um­mæli hann?“ spurði blaða­maður breska ríkis­út­varpsins prinsinn sem virti hann að vettugi.

Sagði Harry í við­talinu meðal annars að faðir sinn hefði þjáðst sjálfur vegna upp­eldis sem hann fékk hjá Elísa­betu, Bret­lands­drottningu og Filippusi, her­toga af Edin­borg. „Hann kom svo fram við mig eins og komið var fram við hann,“ segir Harry.

„Snýst lífið ekki um að brjóta víta­hringinn? Það er engin sök, ég held ekki að við ættum að benda fingrum eða kenna ein­hverjum um.“

Hlusta má á viðtalið við Harry hér að neðan: