Það er ó­hætt að segja að net­heimar hafi logað eftir að greint var frá því að tón­listar­konan Svala Björg­vins væri gengin út.

Frétta­blaðið greindi frá sam­bandi Svölu og Alexanders Alexanders­sonar í gær, en parið hefur verið að stinga saman nefjum í um það bil þrjár vikur og eru komin á fast, að eigin sögn.

Fólk virðist hafa miklar skoðanir á málinu og skrifuðu margir at­huga­semd við fréttina. Svala sá sig knúna til þess að svara að minnsta kosti einni at­huga­semd sem henni þótti ó­við­eig­andi.

Face­book notandi skrifaði at­huga­semdina: „Vonandi ekki annar dóp­sali, en það er þó alltaf betra að fá dópið frítt.“

Þá svarar Svala pent: „Elsku þú. Rosa­lega ertu ó­við­eig­andi! Ég hef aldrei á ævi minni tekið eitur­lyf og ég drekk ekki einu sinni á­fengi, vonandi líður þér vel að tala svona um per­sónu sem þú þekkir ekki neitt. Sendi þér faðm­lag því þú þarft greini­lega á því að halda.“

At­huga­semd Svölu hefur vakið mikil við­brögð en hátt í fimm hundruð manns hafa brugðist við henni.

Fréttablaðið/Skjáskot
Svala er fædd árið 1977 en Alexander árið 1998, og því eru 21 ár á milli parsins.
Fréttablaðið/Aðsend mynd