Tónlistarkonan og stórstjarnan Svala Björgvinsdóttir er orðin einhleyp eftir að hafa lokið tveggja ára löngu sambandi sínu við Guðmund Gauta Sigurðarson.

DV greinir frá þessu. Parið flutti saman í nýja íbúð í Hafnarfirði í apríl á síðasta ári en skilja nú sem góðir vinir. Svala og Gauti, eins og hann er gjarnan kallaður, kynntust á samfélagsmiðlum og sagði hún í viðtali hjá Mannlíf að þau hafi orðið „ástfangin á núll einni.“

Nokkrum mánuðum seinna hafi þau verið farin að búa saman en átján ára aldursmunur vakti umtal að sögn Svölu. Þau létu það sem vind um eyru þjóta og sagði hún að raddirnar hafi fljótlega þagnað.

„Í lok dags er aldur bara tala og þetta snýst um hvort maður tengist manneskjunni eða ekki. Maður er bara ástfanginn og ástin spyr ekki um aldur.“