„Takk fyrir endalaust af fallegum skilaboðum frá ykkur elsku englar. Smá pása frá samfélagsmiðlum hjá mér núna. Þarf að fá frið í mitt líf,“ skrifar tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir á story á Instagram í gær, eftir að hún og Alexander Alexandersson opinberuðu samband sitt um helgina.

Líkt og Fréttablaðið greindi frá hafa ýmis neikvæð ummæli verið látin falla um sambandsstöðu þeirra, einna helst vegna aldursmun þeirra, en um 21 ár skilur parið að.

Þá bendir Svala fylgjendum sínum á að miklu betra sé að lifa í kærleikanum, „aðgát skal höfð í nærveru sálar.“