„Við erum mjög sátt. Ég er mjög hamingjusöm,“ segir tónlistarkonan Svala Björgvins í samtali við Fréttablaðið um ástarsamband sitt og Alexanders Alexanderssonar.

Parið hefur verið að stinga saman nefjum í um það bil þrjár vikur og eru komin á fast, að eigin sögn.

Alexander er bróðir Freys Alexanderssonar, fyrrum landsliðsþjálfara kvenna í fótbolta, en hann er fæddur árið 1998.

Sjálf er Svala fædd árið 1977 og eru því 21 ár á milli parsins.

Hinn heppni er Alexander Alexandersson.
Fréttablaðið/Aðsend mynd