Söngkonan Svala Björgvinsdóttir gefur út smáskífuna Andvaka á morgun en um er að ræða fyrstu plötu Svölu sem er samin á íslensku.

Platan inniheldur fimm lög sem öll fjalla um persónulega reynslu Svölu þegar hún var að ganga í gengum mikið af breytingum í sínu lífi. Lögin heita Sjálfbjarga, Þögnin, Er þetta ég?, Þú togar í mig og Andvaka.

Söngkonan hefur unnið að plötunni síðan í upphaf ársins 2020 og hefur uppstökuferlið spannað svipað langan tíma.

Fjöldi þjóðþekktra einstaklinga unnu að gerð plötunnar ásamt Svölu, meðal annars GDRN, Una Stef, Friðrik Ómar, Helgi Reynir, Gunnar Hilmars, Bjarki Ómars og Arnór Dan.