Tónlist

Svala á samning hjá Sony

​Söngkonan Svala Björgvinsdóttir bættist í dag við hóp þekktra tónlistamanna sem eru á samning hjá Sony í Danmörku.

Svala Björgvins hóf söngferil sinn snemma. Hún var aðeins 7 ára gömul þegar hún söng fyrst bakraddir inn á plötu fyrir pabba sinn Björgvin Halldórsson. Fréttablaðið/Getty

Söngkonan Svala Björgvinsdóttir greindi frá því á Instagram-reikning sínum í dag að hún hafi skrifað undir samning hjá útgáfufélaginu Sony í Danmörku. Fjölmargir þekktir tónlistarmenn eru með samning þar, til að mynda söngkonan MØ en Sony Music er eitt stærsta útgáfufyrirtæki heims og fjölmargar stjörnur eru á samning hjá fyrirtækinu á heimsvísu þar á meðal Beyoncé og Alicia Keys.
„Ég er svo þakklát fyrir að skifa undir samning hjá Sony Danmörku í dag. Ég hef verið að semja og taka upp sólótónlist síðasta árið og það er sannarlega blessun að þau styðji mig og tónlistina mína,“ skrifar hún myndina sem hún deildi á Instagram.

Svala Björgvins hóf söngferil sinn snemma. Hún var aðeins sjö ára gömul þegar hún söng fyrst bakraddir fyrir pabba sinn Björgvin Halldórsson. Fjórum árum seinna gaf hún út jóla lagið „Ég hlakka svo til“ sem nýtur en töluverðra vinsælda og þar með var sólóferill hennar hafin, þá aðeins ellefu ára gömul. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tónlist

„Þetta er bolti sem mun rúlla þar til við deyjum“

Tónlist

Lagði egóið til hliðar

Tónlist

Á leið á fimm­tugustu tón­leika sína með Paul

Auglýsing

Nýjast

Fimmtugur forstjóri á fljúgandi ferð

Katrín Tanja selur 70 milljóna króna íbúð í Skugganum

Björn Leifsson veiddi „World Class“ fisk

Hrókurinn gerði gott gleði­mót á norður­hjara veraldar

Erfið barátta við krabbamein

Líkamsrækt og hlaup

Auglýsing