Tónlist

Svala á samning hjá Sony

​Söngkonan Svala Björgvinsdóttir bættist í dag við hóp þekktra tónlistamanna sem eru á samning hjá Sony í Danmörku.

Svala Björgvins hóf söngferil sinn snemma. Hún var aðeins 7 ára gömul þegar hún söng fyrst bakraddir inn á plötu fyrir pabba sinn Björgvin Halldórsson. Fréttablaðið/Getty

Söngkonan Svala Björgvinsdóttir greindi frá því á Instagram-reikning sínum í dag að hún hafi skrifað undir samning hjá útgáfufélaginu Sony í Danmörku. Fjölmargir þekktir tónlistarmenn eru með samning þar, til að mynda söngkonan MØ en Sony Music er eitt stærsta útgáfufyrirtæki heims og fjölmargar stjörnur eru á samning hjá fyrirtækinu á heimsvísu þar á meðal Beyoncé og Alicia Keys.
„Ég er svo þakklát fyrir að skifa undir samning hjá Sony Danmörku í dag. Ég hef verið að semja og taka upp sólótónlist síðasta árið og það er sannarlega blessun að þau styðji mig og tónlistina mína,“ skrifar hún myndina sem hún deildi á Instagram.

Svala Björgvins hóf söngferil sinn snemma. Hún var aðeins sjö ára gömul þegar hún söng fyrst bakraddir fyrir pabba sinn Björgvin Halldórsson. Fjórum árum seinna gaf hún út jóla lagið „Ég hlakka svo til“ sem nýtur en töluverðra vinsælda og þar með var sólóferill hennar hafin, þá aðeins ellefu ára gömul. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tónlist

Mammút frumsýnir nýtt myndband

Tónlist

Mælir með að kíkja á Spoti­fy á mið­nætti

Fólk

Sixpakk eins og strákarnir í sjónvarpinu

Auglýsing

Nýjast

Lífið

Net­flix birtir mynd af „nýju“ drottningunni

Lífið

Bruce Willis: „Die Hard er ekki jólamynd“

Lífið

Punktur á korti kveikti áhugann á Færeyjum

Fólk

„Held að mig hafi alla ævi langað að vera fyndinn“

Lífið

Fyrsta stikla úr Who is America?

Lífið

Landsmenn á Twitter: „Far vel HM“

Auglýsing