Á fasteignavef Fréttablaðsins er glæsilegt einbýli á Flötunum auglýst til sölu. Húsið sem var byggt árið 1966 er rúmlega 240 fermetrar á tveimur hæðum og mikið endurnýjað.

Húsið er bjart og haganlega hannað, eignin var að miklu leyti tekin í gegn árið 2004, raflagnir,töflur, neysluvatnslagnir og klóaklagnir eru meðal þess sem var endurnýjað. Einnig var skipt um innréttingar og gólfefni.

Það er einfalt koma aukaíbúð fyrir á neðri hæð húsins, með litlum tilkostnaði. Húsið er verulega vandað og í góðu ástandi.