Ryotaro Suzuki, samfélagsmiðlastjarna og sendiherra Japans á Íslandi gekk sína fyrstu ferð á Esjuna í dag.
Hann greindi frá þessu á Twitter, þar sem hann birti mynd af sér við steininn og dásamaði útsýnið yfir borgina.

Suzuki barst kveðja á leið sinni niður af fjallinu frá slenskum manni sem sagði á reiprennandi japönsku: Velkominn til Íslands, sendiherranum til mikillar ánægju.

Sendiherrann hefur vakið athygli á Twitter upp á síðkastið fyrir skemmtilegar færslur um land og þjóð og slegið í gegn hjá Íslendingum.

Hann hóf störf hér á landi fyrir um mánuði síðan og hefur farið víða líkt og sést á miðlinum hans.