Áhrifavaldurinn Sunneva Eir Einarsdóttir útskrifaðist í gær með mastersgráðu í markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Hún greindi frá útskriftinni á Instagram-síðu sinni og eins og sjá má var hún stórglæsileg að vanda í svörtum síðkjól.

Sunneva hélt veislu í tilefni dagsins en hún greindi frá því fyrir helgi að trúði því ekki að hún væri að útskrifast með mastersgráðu.

Hún velti meðal annars fyrir sér hvað tæki nú við og spurði fylgjendur sína hvort að fólk væri að skrá sig í meira nám eða hvað.