Eitt nýjasta og eldheitasta par landsins er Sunneva Einarsdóttir, samfélagsmiðastjarna, og Benedikt Bjarnason, sonur Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og Þóru Margrétar Baldvinsdóttur hönnunarráðgjafa.

Þetta kemur fram í heimildum Vísis. Hefur parið verið að stinga saman nefjum undanfarnar vikur og eru þau búin að opinbera sambandið fyrir sínum nánustu.

Sunneva Einarsdóttir er nú í London ásamt vinkonum samkvæmt Instagram reikningi hennar en þar hefur hún yfir 44 þúsund fylgjendur og hefur fylgjendahópurinn tvöfaldast frá því að Sunneva ræddi við Fréttablaðið fyrir rúmu ári.

„Ég ætlaði mér aldrei að gera lífi mínu skil á samfélagsmiðlum; það bara gerðist og vatt hratt upp á sig. Það kom á óvart en ég nýt þess. Ég á æðislegan fylgjendahóp sem hefur vonandi gaman að efninu sem ég pósta og er þakklát fyrir alla sem fylgja mér eftir,“ segir Sunneva.