Miami Swim Week fer fram á hverju sumri en þar er sýnd nýjasta sundfatatíska fyrir næsta ár. Sýningin vekur alltaf mikla athygli fyrir fjölbreytileika. Sundfatatískuna fyrir 2021 átti að sýna í Miami í júlí næstkomandi en henni hefur verið aflýst eins og öðrum tískuvikum víða um heim. Það kenndi þó ýmissa nýjunga á sýningunni í fyrra og þessi sundföt ættu að vera komin á markað nú. Að minnsta kosti má fá smá innblástur áður en farið er í sundfataleiðangur í verslunum.

Það er svo gaman að vera fínn í tauinu í sundinu þegar sólin fer að skína og hægt að leggjast á sundlaugarbekk og sóla sig.

Suðrænir litir voru áberandi á tískuvikunni. Þessar sundbuxur eru frá Argyle Grant. MYNDIR/GETTY
Fallega rautt bikiní frá Surf Souleil sem hægt er að breyta. Surf Souleil er þekkt fyrir glæsileg sundföt.
Dýramynstur voru nokkuð áberandi á tískuvikunni í Miami. Hér er grásilfrað bikiní frá Mister Triple X. Fyrirtækið er þekkt fyrir framúrstefnuleg sundföt fyrir dömur og herra. Á heimasíðu þess má sjá fjölbreytt úrval.
Klæðilegur röndóttur sundbolur sem sýndur var á tískuvikunni í Miami.
Skemmtilegur sundbolur í fallegum lit frá Paper London.
PatBo sundbolur baðaður rósum.
Herramenn í sundbuxum frá Vilebriquin í suðrænum litum.
Balmain sundföt eru vel þekkt. Þessi flotti bolur á örugglega eftir að verða vinsæll. Fyrirsætan er með mittistösku frá Balenciaga.