Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson hvetur öll í fjölskyldunni, ættingja-og vinahópum sem geta að mæta í Gleðigönguna á laugardaginn, í einlægri Facebook færslu.
„Eftir tvö Gleðigöngulaus ár hefur andúð og jafnvel hatur gagnvart hinsegin fólki aukist á Íslandi,“ segir Páll Óskar.
„Sumt fólk er þvi miður alltaf sammála síðasta ræðumanni - minnum þau á að við erum síðasti ræðumaður!“ segir Páll og lætur þess getið að þau séu fengin að láni frá Reyni Þór Eggertssyni, betur þekktur sem Eurovision Reynir.
„Við munum mjög vel hvernig óþolið birtist okkur og við viljum ekki að sagan endurtaki sig.
Sjáumst í Gleðigöngunni. Hun leggur af stað frá Hallgrímskirkju kl 14.00 á morgun.“