Tón­listar­maðurinn Páll Óskar Hjálm­týs­son hvetur öll í fjöl­skyldunni, ættingja-og vina­hópum sem geta að mæta í Gleði­gönguna á laugar­daginn, í ein­lægri Face­book færslu.

„Eftir tvö Gleði­göngu­laus ár hefur and­úð og jafn­vel hatur gagn­vart hin­segin fólki aukist á Ís­landi,“ segir Páll Óskar.

„Sumt fólk er þvi miður alltaf sam­mála síðasta ræðu­manni - minnum þau á að við erum síðasti ræðu­maður!“ segir Páll og lætur þess getið að þau séu fengin að láni frá Reyni Þór Eggerts­syni, betur þekktur sem Euro­vision Reynir.

„Við munum mjög vel hvernig ó­þolið birtist okkur og við viljum ekki að sagan endur­taki sig.
Sjáumst í Gleði­göngunni. Hun leggur af stað frá Hall­gríms­kirkju kl 14.00 á morgun.“