Farin verður sumarsólstöðuganga í Viðey mánudagskvöldið 21. júní en á sólstöðum er sólargangur lengstur hér á norðurhveli jarðar og hádegissólin hættir að hækka dag frá degi.

Gestur göngunnar verður Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, lögfræðingur og stjórnarformaður Félags Sameinuðu Þjóðanna á Íslandi, sem flytur þátttakendum ávarp.

Farin verður gönguleið um vesturhluta Viðeyjar en á leiðinni mun sérfræðingur frá Listasafni Reykjavíkur segja gestum frá verkinu Áföngum eftir bandaríska listamanninn Richard Serra, sem er á þessum hluta eyjarinnar.

Sumarsólstöðugangan hefur nú verið stunduð árlega síðan 1985. Siglt verður frá Skarfabakka kl. 20 og til baka ekki seinna en kl. 23.