Kvik­myndin Sumar­ljós og svo kemur nóttin eftir Elfar Aðal­steins verður sýnd á Pöff, al­þjóð­legu kvik­mynda­há­tíðinni í Tallinn, sem fer fram dagana 11-27. nóvember. Þetta kemur fram í til­kynnignu.

Kvik­mynda­há­tíðin í Tallinn er ein sú stærsta í Norður-Evrópu og mun Sumar­ljós og svo kemur nóttin keppa í svo­kölluðum Best of Fest flokki og etur þar kappi við kvik­myndir frá öllum heims­hornum. Flokknum er lýst sem: „Créme de la créme úr heimi kvik­mynda­listarinnar.

Kvik­myndir sem hafa verið frum­sýndar eða unnið til verð­launa á öðrum virtum kvik­mynda­há­tíðum.“ Sumar­ljós og svo kemur nóttin verður frum­sýnd 13.nóvember á há­tíðinni að við­stöddum Elfari Aðal­steins leik­stjóra og glæsi­legum leik­hópi myndarinnar.