RIFF, Al­þjóð­lega kvik­mynda­há­tíðin í Reykja­vík, hefst í næstu viku en henni lýkur 8. októ­ber með frum­sýningu myndarinnar Sumar­ljós og svo kemur nóttin sem er fyrsta leik­stjórnar­verk­efni Elfars Aðal­steins­sonar á ís­lensku.

„Það var virki­lega gefandi að fá að gera mitt fyrsta ís­lenska leik­stjórnar­verk­efni á Þing­eyri upp úr eins mögnuðu verki og Sumar­ljós og svo kemur nóttin er,“ segir Elfar sem skrifaði sjálfur hand­ritið upp úr sam­nefndri verð­launa­skáld­sögu Jóns Kalmanns.

„Bæjar­búar tóku okkur opnum örmum frá fyrsta degi og gerðu þessa upp­lifun afar já­kvæða í alla staði. Þessi frá­bæri og fjöl­hæfi leikara­hópur sem ég fékk að vinna með var ó­venju stór en ég fann strax fyrir miklum sam­hug og skilningi á verkinu.

Anna Maria Pitt er ein þeirra sem myndar stóran og fjölbreyttan leikhópinn.
Mynd/Hlynur Snær Andrason

Stemningin á settinu var bæði fag­leg og ljúf og belgíski hluti töku­liðsins sem taldi níu manns féll inn í hópinn eins og flís við rass. Svo á Kalman sjálfur stór­leik í myndinni og er lík­legast á beinustu leið til Hollywood!“ segir Elfar um rit­höfundinn sem hlaut Ís­lensku bók­mennta­verð­launin árið 2006 fyrir skáld­söguna sem gæti átt eftir að verða far­miði hans til Hollywood.

Sumar­ljós og svo kemur nóttin verður sem fyrr segir loka­mynd RIFF og verður frum­sýnd laugar­daginn 8. októ­ber en al­mennar sýningar hefjast þann 14. sama mánaðar.

Stemningin var notaleg á sögustað þar sem margt undrið ber fyrir augu þegar nokkrar sögur fléttast saman.
Mynd/Hlynur Snær Andrason

Sumar­nótt og svo kemur nóttin

Ef þú leggur við hlustir þá segir Þorpið þér kannski nokkrar ó­sagðar sögur. Sögur af for­stjóranum unga sem dreymir á latínu og fórnar fjöl­skyldu og glæstum frama fyrir gamlar bækur og stjörnu­kíki, heljar­menni sem kiknar undan myrkrinu, fín­vöxnum syni hans sem tálgar mó­fugla. Af bóndanum með bassa­röddina sem strengir fal­legar girðingar en ræður illa við fýsnir holdsins, ein­mana gröfu­kalli sem skellir sér í helgar­ferð til London og gömlum Dod­ge 55.

Skáld­sagan Sumar­ljós og svo kemur nóttin saman­stendur af laus­tengdum sögum sem tvinnast saman á sama sögu­sviði, litlu sjávar­þorpi á Vest­fjörðum. Elfar skrifaði hand­ritið sjálfur upp úr skáld­sögu Jóns Kalmans og gerði myndina í nánu sam­starfi við rit­höfundinn og fékk síðan stóran og fjöl­breyttan hóp leikara til þess að gæða per­sónu­galleríið lífi.