Sumar­dagurinn fyrsti er í dag og þó svo himininn verði að öllum líkindum skýjaður, kollar vökni víða á landinu og hitinn nái ekki tveimur tölu­stöfum, þá má samt sem áður gera sér glaðan dag í til­efni þess að lóan er komin og sumarið er á næsta leiti. Einn sumar­legasti kok­teill sem hugsast getur er lík­legast hinn víð­frægi Piña Colada. Til er fjöldi upp­skrifta að þessu bragð­góða og sumar­lega hana­stéli en þegar kemur að því að full­komna drykkinn er al­ger nauð­syn að verða sér úti um eitt á­kveðið inni­halds­efni. Það er dós af Coco Lopez® Cream of Coconut sem fæst til dæmis í Hag­kaupum. Þeir sem eiga öflugan blandara geta breytt þessum dá­semdar­drykk í góm­sætt ís­krap.

Upp­skrift

Tvö­falt skot (60 ml) Coco Lopez® Cream of Coconut
Tvö­falt skot (60 ml) ananassafi
1½ skot (45 ml) ljóst romm
Um 1 dl ís­molar

Að sjálf­sögðu er til góm­sæt ó­á­feng út­gáfa og þar kemur ananas og kókossafinn frá Happy Days að góðum notum. Setjið um 3 dl af frosnum ananas í blandara með 1 msk. af grískri jógúrt, safa úr um hálfri límónu og nóg af ananas/kókossafa til að drykkurinn blandist vel.