Fallegt 58 fermetra sumarhús við bakka Þingvallavatns, sannkallaðri náttúruperlu.

Út um stofugluggana er eitt fallegasta útsýni landsins, yfir Þingvallavatn og fjallahringinn. Í húsinu eru tvö svefnherbergi, baðherbergi með sturtu, búr, eldhús og rúmgóð stofa.

Í kringum húsið er stór sólpallur sem var endurnýjaður sumarið 2021. Þá var stígur lagður niður að húsinu sem er fallega hlaðinn með íslensku hrauni.

Nánari upplýsingar má finna á fasteignavef Fréttablaðsins.

Mynd/Ásbyrgi fasteignasala
Mynd/Ásbyrgi fasteignasala
Mynd/Ásbyrgi fasteignasala
Mynd/Ásbyrgi fasteignasala
Mynd/Ásbyrgi fasteignasala