Sumarbústaðarperla við vestari jarðarmörk þjóðgarðsins á Þingvöllum er nú kominn á sölu, eins og fram kemur á fasteignavef Fréttablaðsins.
Um er að ræða 44,6 fermetra bústað sem byggður var árið 1976 og frábæra staðsetningu þar sem sumarhús eru mjög eftirsótt, enda fátítt að þau komi í sölu, eins og því er lýst á fasteignavef blaðsins.
Umhverfi bústaðarins er óviðjafnanlegt og útsýnið einstakt. Auk meginhluta Þingvallavatns er allur fjallahringur Þingvallavatnsins innan sjónmáls, en uppsett verð fyrir þessa perlu eru 23,9 milljónir króna.
Þá fylgir bátur með, finnskur Tehri 440, fimm manna bátur með Yamaha utanborðsvél. Báturinn er í eigin bátalægi inn í vatnsbakkann og aðstaða báts er mjög góð þar sem hægt er að stíga um borð og frá borði beggja megin bátsins.
Hægt er að lesa sér betur til um húsið á fasteignavef Fréttablaðsins.












