Sumar­bú­staðar­perla við vestari jarðar­mörk þjóð­garðsins á Þing­völlum er nú kominn á sölu, eins og fram kemur á fast­eigna­vef Frétta­blaðsins.

Um er að ræða 44,6 fer­metra bú­stað sem byggður var árið 1976 og frá­bæra stað­setningu þar sem sumar­hús eru mjög eftir­sótt, enda fá­títt að þau komi í sölu, eins og því er lýst á fast­eigna­vef blaðsins.

Um­hverfi bú­staðarins er ó­við­jafnan­legt og út­sýnið ein­stakt. Auk megin­hluta Þing­valla­vatns er allur fjalla­hringur Þing­valla­vatnsins innan sjón­máls, en uppsett verð fyrir þessa perlu eru 23,9 milljónir króna.

Þá fylgir bátur með, finnskur Tehri 440, fimm manna bátur með Yamaha utan­borðs­vél. Báturinn er í eigin báta­lægi inn í vatns­bakkann og að­staða báts er mjög góð þar sem hægt er að stíga um borð og frá borði beggja megin bátsins.

Hægt er að lesa sér betur til um húsið á fasteignavef Fréttablaðsins.

Mynd/Torg
Mynd/Torg
Mynd/Torg
Mynd/Torg
Mynd/Torg
Mynd/Torg
Mynd/Torg
Mynd/Torg
Mynd/Torg
Mynd/Torg
Mynd/Torg
Mynd/Torg
Mynd/Torg